Samningssvið Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur nær til ófaglærðs starfsfólks á almennum vinnumarkaði, ríkinu og sveitarfélagi, og einnig til sjómanna á smábátum og stærri bátum ( skipum ). Sérkjarasamningar félagsins eru samningar um ákvæðisvinnu við línu og net.

Félagssvæðið félagsins er Bolungarvík.

Stéttarfélagsnúmer Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur er 174.

Upplýsingar fyrir launagreiðendur
Iðgjöld sem launagreiðendur eiga að standa skil á eru sem hér segir (gjaldstofn er heildarlaun)

Gjöld Sveitafélög Ríkið Almenni markaðurinn Sjómenn Smábátasjómenn
Félagsgjald 1,00% 1,00% 1,00% 1,00% 1,00%
Sjúkrasjóður 1,25% 0,75% 1,00% 1,00% 1,00%
Orlofssjóður 1,00% 0,25% 0,25% 0,25% 0,25%
Fræðslusjóður almennt gjald 0,82% 0,67% 0,30%    
Útgerðargjald       0,24%  

* Fræðslusjóðsgjald greiðist ekki af sjómönnum,hvorki þeim sem starfa skv.samningi félagsins við SFS né smábátasjómönnum.
**Útgerðargjald kom í stað greiðslumiðlunargjalds og er ekki greitt af smábátasjómönnum.
Að auki skal greiða 0.10% í endurhæfingarsjóð sem ber að skila til viðkomandi lífeyrissjóð samhliða lífeyrisgjöldum.
Stéttafélagsnúmmer Vsb er :174. Ekkert lykilorð.

Iðgjöld má leggja inn á eftirfarandi reikning í Landsbankanum
Reikn: 0174-26-14451
kt:6509740189
Kröfur koma inn í heimabanka.