Orlofshús Flókalundi

Stutt er frá Flókalundi til Látrabjargs, Rauðasands, Ketildala og Dynjanda svo nokkrir séu nefndir af áhugaverðum stöðum í grenndinni.

Sundlaug er í byggðinni.

Sundlaugin var byggð 1994. Hún er 6×12 metrar að stærð og öll jafn djúp, 90 cm. Við laugina er heitur pottur og krakkapottur.

Húsin og búnaður

Húsin eru 40 m2. Í þeim eru 2 svefnherbergi, setu- og borðstofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Húsunum fylgja öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, sængur og koddar, ræstiefni og salernispappír.Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín utan um sængurfatnað, handklæði, borðklúta og þurrkustykki. Í öllum húsunum er útvarp, sjónvarp, örbylgjuofn og útigrill. Barnarúm og stólar og aukadýnur fást hjá umsjónarmanni, sem er staðsettur í húsi við sundlaug. Við Hótel Flókalund, sem er steinsnar frá byggðinni, er verslun með brýnustu nauðsynjar.

Leiguskilmálar

Orlofshúsin eru leigð viku í senn að sumrinu, frá föstudegi til föstudags. Leigutakar fá bústaðinn kl. 16:00 á komudegi. Á brottfarardegi skal að skilja við bústaðinn í síðasta lagi kl. 12:00. Vikuleiga er kr. 25.000. Lyklar eru í lyklaskáp og er númer á leigusamningi.  flokalundur@gmail.com.

Leigutakar verða að nýta sjálfir ásamt fjölskyldum og vinum hús sem þeir fá úthlutað. Framsal til annarra er óheimilt og getur valdið því að viðkomandi félagsmaður verði útilokaður frá úthlutun framvegis. Það á einnig við ef brotnar eru almennar reglur og skyldur sem leigutakar takast á hendur við leigu orlofshúsa.

Allt dýrahald er bannað í orlofsbústöðum Verkalýðs-og sjómannfélags Bolungarvíkur. Brot á því varða tafarlausri brottvísun úr húsinu.

Umgengni.

  • Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og öllum tilheyrandi búnaði meðan á dvöl stendur. Ef eitthvað skemmist skal tilkynna það umsjónarmanni eða skrifstofu félagsins strax.
  • Gangið þrifalega um húsið og umhverfi þess. Minnist þess að gróður í nágrenni orlofshúsanna er viðkvæmur og óvarleg umgengni getur valdið varanlegum skaða.
  • Bílaumferð að húsunum er stranglega bönnuð. Notið bílastæðin.
  • Opinn eldur krefst varúðar, hvort sem er grill eða kertaljós. Bannað er að kveikja eld og einnota grill sem liggja á palli eða jörðinni eru algerlega bönnuð. Eldsvoðar hafa hlotist af þeim.
  • Tökum tillit hvert til annars. Öll háreysti, bílaumferð og óþarfa umgengni er bönnuð í orlofsbyggðinni milli kl. 23:00 og 09:00.
  • Við brottför skal ræsta húsið vandlega. Ryksuga og þvo öll gólf, á baðherbergi skal þrífa sturtuklefa, salerni og vask. Ganga skal frá og þrífa í eldhúsi, þ.m.t. örbylgjuofn, ísskáp, eldavél og önnur áhöld. Stilla skal ofna á 1-2, loka gluggum og hurðum og taka rafmagnstæki úr sambandi. Ganga skal tryggilega frá rusli og skila því af sér þar sem við á. Lykil skal setja aftur í lyklabox og rugla tölunum.
  • Umsjónarmaður fer yfir húsin eftir hverja dvalargesti og gætir þess að ekki vanti hreinsiefni eða annað sem byggðin leggur til. Hann kannar einnig ástand húsanna og viðskilnað almennt. Ef ekki er þokkalega þrifið eða aðrar athugasemdir koma fram geta leigjendur átt von á reikningi vegna þess.
  • Munum að það er sameiginlegt verkefni okkar allra að halda orlofsdvalarstöðum í góðu lagi. Skiljum við húsið eins og við viljum taka við því.
  • Ef eitthvað vantar í húsin eða leigutaki hefur einhverjar athugasemdir, þá vinsamlegast látið umsjónarmann vita. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Verkalýðsfélagsins  í síma 456 7108.

  Verð á vikuleigu er 25000 kr   

Dagatalið hér að neða sýnir hvenær orlofshúsið er laust. Rauður flötur þýðir að orlofshúsið er upptekið, grænn flötur þýðir að orlofshúsið er laust.

Rauður dagur á undan grænum þýðir að nóttin þar á milli er upptekin og fyrrverandi leigjandi fer út um hádegi á græna deginum en nýr leigjandi getur komið inn um þrjú leytið á sama degi.