Kosning um kjarasamning

Nýr kjarasamningur aðildarfélaga SGS og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður þann 3. desember sl.

Atkvæðagreiðsla um kjarasaminginn fer fram 9. – 19. desember.

Atkvæðagreiðslan er rafræn. Til að kjósa ýtið hér: https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/382?lang=IS og skráið ykkur inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Kjarasamningurinn gildir í 14 mánuði, frá 1. nóvember 2022 – 31. janúar 2024 verði hann samþykktur.

Ákvörðunin er ykkar, félagsmanna. Ég hvet alla til að kynna sér samninginn, nýta atkvæðisrétt sinn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Upplýsingar um innihald kjarasamningsins má nálgast hér.

Ekki hika að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar um þennan nýja kjarasamning eða vantar aðstoð með atkvæðagreiðslu.

Hvert atkvæði skiptir máli!