Kallabúð Lómasalir 6-8

Kallabúð Lómasalir 6-8

Íbúðin er leigð með húsgögnum,svefnstæðum,eldhús-og borðbúnaði og öðrum lausamunum sem ekki verða taldir upp í samningi þessum. Svefnpláss er fyrir 4-5

Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í íbúðina eftir kl 15:00.  Íbúðin skal rýmd eigi síður en 12:00 brottfarardag.

Ekki er leyfilegt að hafa með sér heimilisdýr.  Einnig eru reykingar stranglega bannaðar.

Leigjandi ber ábyrgð á íbúðinni og öllum búnaði hennar meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að BÆTA það tjón sem verða af hans eða þeirra völdum sem dveljast í íbúðinni á leigutíma.  Leigjanda ber að tilkynna strax til Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur um allar skemmdir sem kunna að verða.  Vinsamlegast ekki skilja eftir tómar flöskur og/eða dósir í íbúðinni.  Leigutaka er algjörlega óheimilt að framselja samning þennan án leyfis Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur.  Sími í íbúðinni er 554-7108. Allir leigjendur eru skyldugir til að þrífa íbúðina að leigutíma loknum.

Ef nauðsyn ber að höndum hafið þá samband við formann félagsins Hrund Karlsdóttir í síma 863-7108 eða á skrifstofu félagsins í síma 456-7108

Vikan : 27.000 kr    Helgarleiga : 18.000 kr     3.sólahr : 16.000 kr    Auka sólahringur : 6000 kr      

Sólahringurinn fyrir utanfélagsmenn : 8000 kr    

Dagatalið hér að neða sýnir hvenær orlofshúsið er laust. Rauður flötur þýðir að orlofshúsið er upptekið, grænn flötur þýðir að orlofshúsið er laust.

Rauður dagur á undan grænum þýðir að nóttin þar á milli er upptekin og fyrrverandi leigjandi fer út um hádegi á græna deginum en nýr leigjandi getur komið inn um þrjú leytið á sama degi.