Ölfusborgir við Hveragerði
Verkalýðs-og sjómannfélag Bolungarvíkur á helmings hlut á móti Verk-vest í húsi nr 32 í Ölfusborgum við Hveragerði.
Blómabærinn Hveragerði er stutt frá byggðinni. Staðurinn er þekktur fyrir ylrækt og gróðurhús. Þar er margskonar þjónusta í boði, sundlaug með vatnsrennibraut og auðvitað blómaverslanir. Umhverfis Hveragerði er mikil náttúrfegurð og þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir. Stutt er að aka til Selfoss og fleiri þéttbýlisstaðir á Suðurlandi eru innan seilingar, svo og merkir staðir eins og t.d. Gullfoss, Geysir, Skálholt og Þingvellir.
Á svæðinu er sparkvöllur, körfuboltavöllur og leikaðstaða fyrir börnin. Einnig er þar púttvöllur.
Hús og búnaður
Í húsi nr. 32 eru 3 lítil svefnherbergi, eitt með tvíbreiðu rúmi en hin með kojum í fullri stærð. Í húsinu er stofa-borðstofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Stór verönd með heitum potti og sólskála er við húsið. Húsinu fylgir öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, sængur og koddar, ræstiefni, salernispappír og gólfklútar og borðtuskur. Tuskum og klútum skal skilað að lokinni dvöl. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín utan um sængurfatnað og handklæði. Í húsunum er útvarp, sjónvarp, örbylgjuofn og útigrill. Barnarúm og stólar fást hjá umsjónarmanni í þjónustumiðstöð.
Leiguskilmálar
Orlofshúsin eru leigð viku í senn að sumrinu, frá föstudegi til föstudags. Leigutakar koma milli kl. 15:00 og 21:00, brottför í síðasta lagi kl. 12:00. Vikuleiga er kr. 30.000. Helgarleiga. Lyklar eru í lyklaskáp og er númer á leigusamningi.. Skrifstofa félagsins annast útleigu á sumrin, en rekstrarfélagið á staðnum að vetrinum frá miðjum september, og er þá pantað hjá þeim í síma 483-4260,
Leigutakar verða að nýta sjálfir ásamt fjölskyldu sinni hús sem þeir fá úthlutað. Framsal til annarra er óheimilt og getur valdið því að viðkomandi félagsmaður verði útilokaður frá úthlutun framvegis. Það á einnig við ef brotnar eru almennar reglur og skyldur sem leigutakar takast á hendur við leigu orlofshúsa.
Allt dýrahald er bannað í orlofsbústöðum Verkalýðs-og sjómannfélags Bolungarvíkur. Brot á því varða tafarlausri brottvísun úr húsinu.
Umgengni.
- Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og öllum tilheyrandi búnaði meðan á dvöl stendur. Ef eitthvað skemmist skal tilkynna það umsjónarmanni eða skrifstofu félagsins strax.
- Gangið þrifalega um húsið og umhverfi þess. Minnist þess að gróður í nágrenni orlofshúsanna er viðkvæmur og óvarleg umgengni getur valdið varanlegum skaða.
- Opinn eldur krefst varúðar, hvort sem er grill eða kertaljós. Bannað er að kveikja eld og einnota grill sem liggja á palli eða jörðinni eru algerlega bönnuð. Eldsvoðar hafa hlotist af þeim.
- Tökum tillit hvert til annars. Öll háreysti, bílaumferð og og óþarfa umgengni er bönnuð í orlofsbyggðinni milli kl. 23:00 og 09:00.
- Við brottför skal ræsta húsið vandlega. Ryksuga og þvo öll gólf, á baðherbergi skal þrífa sturtuklefa, salerni og vask. Ganga skal frá og þrífa í eldhúsi, þ.m.t. örbylgjuofn, ísskáp, eldavél og önnur áhöld. Þrífa heita pottinn og ganga frá honum. Stilla skal ofna á 1-2, loka gluggum og hurðum og taka rafmagnstæki úr sambandi. Ganga skal tryggilega frá rusli og skila því af sér þar sem við á. Lyklum skal skila til umsjónarmanns.
- Umsjónarmaður fer yfir húsin eftir hverja dvalargesti og gætir þess að ekki vanti hreinsiefni eða annað sem byggðin leggur til. Hann kannar einnig ástand húsanna og viðskilnað almennt. Ef ekki er þokkalega þrifið eða aðrar athugasemdir koma fram geta leigjendur átt von á reikningi vegna þess.
- Munum að það er sameiginlegt verkefni okkar allra að halda orlofsdvalarstöðum í góðu lagi. Skiljum við húsið eins og við viljum taka við því.
- Ef eitthvað vantar í húsin eða leigutaki hefur einhverjar athugasemdir, þá vinsamlegast látið umsjónarmann vita. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Verkalýðsfélagsins í síma 456 7108.
Verð á vikuleigu er 30.000 kr
Dagatalið hér að neða sýnir hvenær orlofshúsið er laust. Rauður flötur þýðir að orlofshúsið er upptekið, grænn flötur þýðir að orlofshúsið er laust.
Rauður dagur á undan grænum þýðir að nóttin þar á milli er upptekin og fyrrverandi leigjandi fer út um hádegi á græna deginum en nýr leigjandi getur komið inn um þrjú leytið á sama degi.