SKRIFAÐ UNDIR NÝJAN KJARASAMNING VIÐ RÍKIÐ – ATKVÆÐAGREIÐSLA HEFST Í DAG

Hér koma upplýsingar um samninginn.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.


Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir
afturvirkt frá 1. apríl 2023



Samningsaðilar skuldbinda sig til að fara yfir
stofnanasamninga stéttarfélaga SGS á heilbrigðisstofnunum
með það að marki að greina hvort til staðar sé launamunur á
sömu starfsheitum/störfum í stofnanasamningum við
stéttarfélög. Ef launamunur finnst milli sömu starfa verður
munurinn leiðréttur frá 1. apríl 2023 þannig að tryggt sé að
verið sé að greiða sömu laun fyrir sömu störf.
Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2023
verður 103.000 kr. m.v. fullt starf.
Orlofsuppbót á árinu 2023 verður 56.000 kr. m.v. fullt starf.

Sameignileg rafræn atkvæðisgreiðsla félagsmanna aðildafélaga SGS

hefst í dag 16.júní kl:15.00 og lýkur 21.júní kl.09.00

Munið eftir að kjósa.